SUP NÁMSKEIÐ

Adventure Vikings og Þytur ætla bjóða upp á skemmtilegt SUP námskeið fyrir alla fjölskylduna á þriðjudaginn 7. september kl 18:00.

Hnitmiðað og skemmtilegt byrjendanámskeið í öruggu umhverfi í Hafnarfjarðarhöfn.  Þáttakendur fá tækifæri til að læra réttu handtökin, meðhöndlun á búnaði, öryggisatriði og hitta aðra þáttakendur sem eru að fóta sig í sportinu.

Námskeiðið stendur yfir í 2 klukkustundir.

Leiðbeinendur Adventure Vikings eru með góða reynslu úr SUP sportinu og hafa stundað vatnasport frá ungaaldri. Þess má til gamans geta að við erum við með fyrsta ASI SUP INSTRUCTOR kennarann á íslandi í teyminu okkar.

 ATH: Námskeið er háð veðri og vind.  Ef við þurfum að aflýsa vegna veðurs reynum við að halda námskeiðið daginn eftir (Miðvikudag) eða frestum um viku ef þess þarf.

Verð fyrir SUP Námskeið:

13.900 kr. 

Kröfur og öryggisatriði:

  • Þátttakandi þarf að kunna að synda
  • Þátttakandi má ekki vera barnshafandi
  • Lámarks þáttaka eru 5 manns á námskeiði
  • Hámark 12-14 manns á námskeiði
  • Lámárks hæð 150 cm
    (nema þátttakandi komi með sinn eigin galla)
  • Hámarks hæð 200 cm
    (nema þátttakandi komi með sinn eigin galla)
  • Lámarks þyngd 50 kg
    (nema þátttakandi komi með sinn eigin galla)
  • Hámarks þyngd 120 kg
    (nema þátttakandi komi með sinn eigin galla)
  • Lámarks aldur 12 ára
  • Hámarks aldur 75 ára

Eftir námskeiðið eiga nemendur að þekkja:

  • Grunninn um SUP sportið
  • Meðhöndlun á SUP búnaðinum
  • Lesa aðstæður
  • Öryggissatriði
  • Tæknin við að róa

Hvað búnað er gott að taka með sér :

  • Undirlag / Ull eða hlý föt til að vera í innan undir í þurrgallanum
  • Auka flík ef eitthvað af fatnaðinum blotnar
  • Hlýa sokka
  • Húfu
  • Handklæði
  • Nesti
Loading...