Surf námskeið

 

Surf á Íslandi, hefur þig alltaf langað til að prófa að surfa ?

Adventure Vikings og SURF.IS bjóða upp á surf námskeið allt árið um kring í öruggu umhverfi í nágrenni Reykjavíkur.  Við leggjum okkur fram við að undirbúa þáttakendur vel í undirstöðu brimbrettasportsins og öryggisatriðum í landi áður en við förum út í öldurnar og prófum í fyrsta skipti.  Það er gríðarlega mikilvægt að fólki líði vel á brettinu áður en við reynum að stíga fyrstu ölduna.

Einkakennsla einnig í boði ! (lámark 8 mannns)

Ath:
Námskeiðið er almennt haldið þegar veður- og öldurspá eru við hæfi.  Við reynum að fara reglulega út á helgum og stundum á virkum dögum.  Þegar við sjáum fram á  að halda námskeið, sendum við póst á biðlista hjá okkur með 2-4 daga fyrirvara.  Lámarksþáttaka eru 8 manns en hámark 14 manns.  Til þess að komast á biðlista verður að bóka hér á vefsíðuni og senda okkur svo línu um hvaða dagar henta best fyrir ykkur og við skráum það hjá okkur.

Veður:
Skólinn er háður veðri og ekki er farið út ef öldurnar eru of litlar eða of stórar.  Við vitum þetta innan tveggja daga og sendum út tilkynning með staðsetningu og tíma.  Ef sjó- og veðurspá reynast ekki eins og gert var ráð fyrir fá þáttakendur annað tækifæri til að taka þátt.

Verð:

18.900 kr.

Kröfur og öryggisatriði:

 • Þátttakandi þarf að kunna að synda
 • Þátttakandi má ekki vera barnshafandi
 • Lámarks þáttaka eru 8 manns á námskeiði
 • Hámark þáttaka eru 14 manns á námskeiði
 • Lámárks hæð 150 cm
  (nema þátttakandi komi með sinn eigin galla)
 • Hámarks hæð 200 cm
  (nema þátttakandi komi með sinn eigin galla)
 • Lámarks þyngd 50 kg
  (nema þátttakandi komi með sinn eigin galla)
 • Hámarks þyngd 120 kg
  (nema þátttakandi komi með sinn eigin galla)
 • Lámarks aldur 18 ára
  (yngri þáttakendur velkomnir í fylgd með fullorðnum)
 • Hámarks aldur 75 ára

Innifalið:

 • Allur brimbrettabúnaður
 • Surf kennsla

Lengd námskeiðs:

 • 3 klukkustundir

Hvaða búnað er gott að taka með sér:

 • Sundföt
 • Handklæði
 • Hlý föt
 • Nesti

Skráning:

Við mælum með að þú skráir þig á námskeiðið  í bókunarkerfinu hérna til hliðar en ef þú hefur einhverjar fleiri spurningar að þá geturðu sent okkur tölvupóst á info@adventurevikings.is eða með því að hringja í síma 571 2900

ATH: Ef breyta þarf bókun með minna en 48 klst fyrirvara er 5000 kr gjald tekið fyrir.

Full endurgreiðsla í boði ef aflýst er með amk 48 klst fyrirvara

Loading...