Surf á Íslandi, hefur þig alltaf langað til að prófa að surfa ?

Adventure Vikings og SURF.IS bjóða upp á surf námskeið allt árið um kring í öruggu umhverfi í nágrenni Reykjavíkur.  Við leggjum okkur fram við að undirbúa þáttakendur vel í undirstöðu brimbrettasportsins og öryggisatriðum í landi áður en við förum út í öldurnar og prófum í fyrsta skipti.  Það er gríðarlega mikilvægt að fólki líði vel á brettinu áður en við reynum að stíga fyrstu ölduna.

Einkakennsla einnig í boði !

Ath:
Þegar þú hefur bókað og borgað fyrir námskeiðið bætist þú á biðlistann okkar.  Við stefnum svo á að fara út aðra hverja helgi, þegar bæði veður og sjólag leyfa.  Haft verður samband við fyrstu 8 þáttakendurna á biðlistanum með u.þ.b. viku fyrirvara.  Námskeiðið er almennt haldið á laugardögum en til vara höfum við sunnudaga.  Vinsamlegast sjáðu til þess að vera til taks báða dagana þegar þú tekur þátt.

Veður:
Skólinn er háður veðri og ekki er farið út ef öldurnar eru of litlar eða of stórar.  Við vitum þetta innan tveggja daga og á Föstudögum er send út tilkynning með staðsetningu og tíma.  Ef sjó- og veðurspá reynast ekki eins og gert var ráð fyrir fá þáttakendur annað tækifæri til að taka þátt.

Athugið að námskeiðið fæst ekki endurgreitt. 

Innifalið:

Allur brimbrettabúnaður
Surf instructor

Lengd námskeiðs :

3 klukkustundir

Þáttakendur þurfa að koma með eftirfarandi með sér :

Sundföt
Handklæði
Hlý föt
Nesti

Hvað búnað þurfa þáttakendur að taka með sér :

Hlý föt – Sundföt innan undir blautgallan – Handklæði – Nesti

SKRÁNING

Við mælum með að þú skráir þig á námskeiðið  í bókunarkerfinu hérna til hliðar en ef þú hefur einhverjar fleiri spurningar að þá geturðu sent okkur tölvupóst á info@adventurevikings.is eða með því að hringja í síma 5712900

Loading...