SUMARIÐ 2019

Adventure Vikings og SUP Iceland ætlar að bjóða upp á skemmtilegt SUP námskeið seinnipartinn á þriðjudögum í allt sumar í nágrenni Reykjavíkur. Námskeiðið stendur yfir í 3-4 klukkustundir og þar gefst þáttakendum tækifæri til að læra réttu handtökin, meðhöndlun á búnaði og hitta aðra þáttakendur sem eru að fóta sig í sportinu. Við ætlum að bjóða upp á bæði (L1) byrjendanámskeið og síðan (L2) námskeið fyrir lengra komna.

– L1 : Byrjendanámskeiðið er frábært fyrir þá sem eru að prófa í fyrsta skipti því það er haldið í öruggu umhverfi á stöðuvatni í nágrenni Reykjavíkur. Þar læra þáttakendur allt um SUP sportið, meðhöndlun á búnaðinum, öryggisatriði og tæknina við að róa.

– L2 : Námskeiðið fyrir lengra komna er örlítið meira krefjandi þar sem þáttakendur róa úti á opnu hafi og læra að lesa aðstæður. Endum svo á því að fara í skemmtilegan SUP túr í nágrenni Reykjavíkur. Þáttakendur þurfa að hafa klárað L1 til að vera gjaldgengir í L2.

Allir leiðbeinendur Adventure Vikings og SUP Iceland eru með mikla reynslu úr SUP sportinu og hafa stundað vatnasport frá ungaaldri. Þess má til gamans geta að við erum við með eina ASI SUP INSTRUCTOR kennarann á íslandi í teyminu okkar.

Hvað koma þáttakendur til með að læra á Sup Námskeiðinu :
Allt um SUP sportið – Meðhöndlun á búnaðinu – Lesa aðstæður – Öryggissatriði – Tæknin við að róa

Hvað búnað þurfa þáttakendur að taka með sér :
Hlý föt – Sundföt innan undir blautgallan – Handklæði – Nesti

SKRÁNING
Skráðu þig á námskeið með því að senda okkur tölvupóst á
info@adventurevikings.is eða með því að hringja í 5712900

Verð : 9900 KR