Ferðalýsing 

Silfra
Að snorkla í blautbúning á Íslandi kann að hljóma eins og áræðin hugmynd en um leið og þú kafar í óspillt jökulvatn Silfru, færist hugur þinn frá kulda á meðan þú skoðar skæru litina í þessari töfrandi, framandi neðansjávar sprungu.

Silfra er staðsett í þjóðgarðinum á Þingvöllum, þar sem jörðin rekur í sundur um það bil á 2 sentímetra á hverju ári þegar Norður-Amerísku og Evasísku tektónísku plöturnar hreyfast í gagnstæðar áttir og skapa náttúruperlur líkt og Silfru.

Tærasta vatn í heimi
Jöklar bráðna og fylla þessa djúpu sprungu með tæru vatni sem hefur verið síað í heila öld í gegnum eldgoshraun, sem skilar sér svo til Silfru.  Með ótrúlegu skyggni sem er meira en 100 metrar er Silfra metin sem eitt skýrasta vatn í heiminum – þannig mætti segja að snorkl upplifun þín er eins og að fljúga.

Blautgalli
Einu skýrasta vatni í heimi fylgir þó verð, þar sem hitastigið er í kringum 2-4 gráður á Celsíus allt árið um kring (35 gráður Fahrenheit).  Blautbúningurinn hylur allann líkamann en hann verndar þig ekki alfarið fyrir jökulvatni rétt yfir frostmarki – en blautbúnaðurinn okkar getur haldi þér tiltölulega hlýjum.

Þeir sem kjósa að vera þurrir og hlýir ættu að velja þurrbúning í staðinn.

Ólíkt þurrbúningi, sem gerir þér kleift að fljóta á yfirborðinu, gerir balutbúnaðurinn þér kleift að kafa aðeins undir yfirborðinu til að kanna fegurð Silfru aðeins nær.  Við mælum aðeins með blautbúningum fyrir ævintýralegri þáttakendur okkar vegna kulda – en það verður algjörlega þess virði fyrir þá sem standa fyrir áskoruninni!

Ekki viss um hvaða galla á að velja ? Skoðaðu bloggpóstinn okkar um blautbúning vs. þurrbúning til að hjálpa þér að ákveða.

Verð og Framboð 

Verð:
15.900 ISK

Innifalið:
FRÍAR myndir
Heitt súkkulaði
Allur snorkeling búnaður
Leiðsögumaður
Silfru gjald

Sumar Brottfaratímar: 
Frá 1. Mars – 30. Sept: 9:00, 12:00
(Pick up hefst 75 mínútum áður)

Vetrar Brottfaratímar:
Frá 1.Okt – 31.Okt: 9:00 & 12:00
(Pick up hefst 75 mínútum áður)

Frá 1.Nóv – 28.Feb: 10:00 & 13:00
(Pick up hefst 75 mínútum áður)

Vinsamlegast athugið að þetta er mætingartíminn á Þingvöllum – Pick up hefst 75 mínútum fyrir mætingartíma.

Fyrir þá sem mæta sjálfir á svæðið er mæting á Silfru bílaplaninu á Þingvöllum.  Bílum er lagt á “P5 bílastæðinu” og gengið 400 metra aftur eftir götuni þangað til að komið er að minna bílastæði með öllum snorkl- og köfunarbílum.  Leitaðu að Adventure Vikings leiðsögumanni.  Vinsamlegast verið mætt 5-10 mínútum áður en ferðin þín hefst.

For GPS: 64°15’23.5″N 21°6’58.6″W

Lengd ferðar:
4 – 4.5 tímar með pick up
2 – 3 tímar án pick up

Forsendur:

  • Þáttakendur verða að vera vel syntir og hraustir.
  • Búin að lesa, skilja og undirrita Medical Statement Form.
  • Skrifa undir losunarform okkar um ábyrgð í upphaf ferðar.
  • Vera að lágmarki 145 cm (4’9) á hæð / hámark 200 cm (6’7) á hæð.
  • Vera að lágmarki 45 kg (99 lbs) / hámark 120 kg (264 lbs).
  • Vera að lágmarki 14 ára.
  • Ekki vera ólétt.
  • Ekki nota gleraugu, svo ef þú ert með grímu með styrkleika, vinsamlegast hafðu hana með þér. Ef ekki, ráðleggjum við þér að fá þér linsur áður en þú ferð í snorkl með okkur.

Lámarksþáttaka eru 2 þáttakendur 

Hámarks þáttaka : 6 manns á leiðsögumann

Gott að hafa með 

Við munum sjá þér fyrir öllum nauðsynlegum búnaði sem þarf til að snorkla.  Þú verður þó að koma með:

  • Föt sem henta til að klæða sig undir blautbúning eins og sundföt
  • Hlý föt til að vera í fyrir og eftir snorkl
  • Handklæði
  • Nesti
  • Myndavél
  • Það er hægt að leigja GoPro myndavél hjá okkur

Aukahlutir í boði

GoPro   –   6900 kr ISK.

Leigðu GoPro og þú færð SD kort með myndefni þínu til að taka með þér heim strax eftir ferðina þína.

Einnig er hægt að leigja snorklbúnað hjá okkur ef þú ert reyndur snorklari eða kafari.

Loading...
Loading...